Póllandsfarar hafa verið valdir

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari með Gróttu kemur inn í …
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari með Gróttu kemur inn í landsliðshópinn eftir langa fjarveru. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið þá 16 leikmenn sem fara til Póllands og taka þátt í tveimur vináttulandsleikjum þar við pólska landsliðið 29. og 30. maí.

Leikirnir í Póllandi eru liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir viðureignirnar við landslið Svartfjallalands í næsta mánuði en leikirnir þeir skera úr um hvort landsliðið vinnur sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku undir lok ársins. 

Hópurinn sem fer til Póllnads er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Markmenn:
Florentina Stanciu, Stjörnunni
Guðrún Ósk Maríasdóttir, FH

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu
Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof
Eva Björk Davíðsdóttir, Gróttu
Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Kristín Guðmundsdóttir, Val
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Rut Jónsdóttir, Randers
Sunna Jónsdóttir, BK Heid
Unnur Ómarsdóttir, Skrim
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Kongsvinger

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert