Allir frá Barcelona í liði ársins

Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki.
Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki. AFP

Lið ársins í spænsku 1. deildinni hefur verið valið og það er skemmst frá því að segja að allir leikmenn liðinu koma frá meistaraliði Barclona sem og þjálfarinn.

Guðjón Valur Sigurðsson er að sjálfsögðu í úrvalsliðinu en hann átti frábært fyrsta tímabil með Barcelona sem vann alla þá sjö titla sem voru í boði á leiktíðinni.

Lið ársins lítur þannig út:

Markvörður: Gonzalo Pérez (Barcelona)

Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson (Barcelona)

Skytta vinstra megin: Nikola Karabatic (Barcelona)

Leikstjórnandi: Raúl Entrerríos (Barcelona)

Skytta hægra megin: Kiril Lazarov (Barcelona)

Hægra horn: Víctor Tomàs (Barcelona)

Línumaður: Jesper Nöddesbo (Barcelona)

Þjálfari: Xavier Pascual (Barcelona)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert