„Danski Íslendingurinn“ fór á kostum

Hans Lindberg.
Hans Lindberg. AFP

Danski landsliðsmaðurinn Hans Óttar Lindberg, sem er af íslensku bergi brotinn,  átti sannkallaðan stórleik með Hamburg í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Lindberg, sem á íslenska foreldra, slasaðist illa í leik með Hamburg gegn Fücshe Berlin í apríl þegar hann lenti í harkalegu samstuði við markvörð Füchse, og um tíma var óvíst hvort hann ætti afturkvæmt inn á handboltavöllinn á ný.

En hornamaðurinn frábæri náði að hrista af sér meiðslin og í kvöld raðaði hann mörkunum fyrir Hamburg þegar liðið lagði Lemgo að velli, 37:28. Lindberg skoraði 13 af mörkum sinna manna og afar ánægjulegt er vita til þess að hann er kominn aftur á ról enda frábær leikmaður þar á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert