Oddur með tíu mörk í tapleik

Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg.
Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg. Ljósmynd/heimsíða Magdeburg

Sex íslendingaleikir voru á dagskrá í þýsku 1. og 2. deildinni í handknattleik í dag. Geir Sveinsson heldur góðu gengi áfram á öðru tímabili sínu sem þjálfari Magdeburg en hans menn unnu Tus N-Lübbecke 29:28. Magdeburg er jafnt Melsungen á toppi 1. deildarinnar.

Það var rólegt hjá Íslendingunum í 1. deildinni. Gunnar Steinn og félagar í Gummersbach unnu Balingen-Weilstetten 31:27 en Gunnar skoraði ekkert mark í leiknum.

Erlingur Richardsson stýrði Füsche Berlín til 33:27 sigurs á Wetzlar. Bjarki Már, leikmaður Berlínar skoraði ekki mark. Ólafur Bjarki og félagar í Eisenach töpuðu illa fyrir Göppingen, 29:21. Ólafur skoraði eitt mark í leiknum.

Í 2. deildinni var mesta fjörið í leik Saarlouis og Emsdetten. Leikurinn fór 33:31 Saarlouis í vil en 3 Íslendingar eru í röðum Emsdetten. Anton Runnarsson skoraði ekkert mark í leiknum fyrir Emsdetten en Oddur Gretarsson bætti upp fyrir það með tíu mörkum. Ernir Hrafn skoraði eitt mark og fékk einnig að líta rautt spjald. Fannar Þór og félagar í Hagen töpuðu fyrir Wilhelmshavener, 32:29.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert