Þórey Rósa frá keppni næstu mánuði

Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik.
Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsliðskonan í handknattleik, Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikur hvorki með íslenska landsliðinu né norska liðinu Vipers Kristiansand næstu mánuði. Hún segir vel geti verið að hún geti tekið þátt í úrslitakeppninni um norska meistaratitilinn næsta vor en að öðru leyti stefni hún á að verða klár í slaginn með Vipers að ári liðnu. 

Þórey Rósa er ólétt og á von á sér um miðjan febrúar eftir því sem greint er frá á vefsíðunni fvn.no. Hún hefur þar af leiðandi ekkert tekið þátt í undirbúningsleikjum Vipers það sem af er keppnistímabilinu. 

Þórey Rósa var markahæsti leikmaður Vipers í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þegar Vipers náði besta árangri sínum  um langt skeið en liðið komst alla leið í undanúrslit um meistaratitilinn en tapaði fyrir margföldum meisturum Larvik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert