Einar ánægður með 83%

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagðist hafa verið ánægður með leik sinna manna í liðlega 50 mínútur af 60 gegn Val á Hlíðarenda í kvöld.

Það dugði ekki til sigurs en Valur vann 25:22 eftir jafnan leik þar sem Afturelding var yfir 12:11 að loknum fyrri hálfleik.

„Við fórum illa að ráði okkar í lok fyrri hálfleiks þegar við tókum leikhlé og þeir stálu boltanum og skoruðu úr hraðaupphlaupi,“ sagði Einar meðal annars við mbl.is og bætti við að ef til vill hefði verið sanngjarnt ef Mosfellingar hefðu verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. 

Viðtalið við Einar má nálgast á meðfylgjandi myndskeiði. 

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert