Valsmenn með sex sigra í sjö leikjum

Guðmundur Hólmar Helgason skýtur að marki Aftureldingar í gær.
Guðmundur Hólmar Helgason skýtur að marki Aftureldingar í gær. mbl.is/Golli

Valsmenn fara vel af stað í Olís-deildinni undir stjórn Óskars Bjarna Óskarssonar. Sex sigrar komnir í hús í fyrstu sjö leikjunum og það án Geirs Guðmundssonar og Elvars Friðrikssonar.

Breiddin virðist því ekki vera vandamál á Hlíðarenda. Árangur Valsmanna er í takt við góðan árangur liðsins framan af vetri á síðasta keppnistímabili. Þá virtust Valsmenn líklegir til afreka en gáfu hins vegar eftir þegar á reyndi, í undanúrslitum bikarkeppninnar og Íslandsmótsins. Margir mánuðir eru þar til úrslitin ráðast á Íslandsmótinu en Valsliðið spjarar sig í það minnsta vel þrátt fyrir að Stephen Nielsen og Kári Kristján Kristjánsson séu farnir til ÍBV.

Leikurinn í gærkvöldi var baráttuleikur og tilþrifin ekkert mjög mikið fyrir augað en hann var hins vegar jafn og spennandi og skemmtanagildið prýðilegt fyrir vikið. Valur hafði betur 25:22 en Afturelding var yfir 12:11 að loknum fyrri hálfleik.

Sjá allt um Olís-deildina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert