Ég óttaðist þetta

„Byrjunin var léleg. Við hrukkum ekki í gang fyrr en við vorum komnir fimm mörkum undir í síðari hálfleik. Það var bara of seint," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir eins marks tap fyrir Aftureldingu, 24:23, í Olís-deild karla í handknattleik að Varmá í kvöld.

Gunnar sagði hafa óttast að sínir menn myndu ekki mæta rétt einbeittir til leiks eftir stóran sigur á ÍR á föstudagskvöldið. Sú varð raunin.

„Ég var hundóánægður með margt eins og til dæmis varnarleikinn í fyrri hálfleik. Hann var óviðunandi. En menn  komu til baka undir lokin og við vorum nærri búnir að stela sigrinum, " sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. 

Nánar er rætt við Gunnar á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert