„Við vorum ekki hræddir“

Frá leik liðanna í kvöld.
Frá leik liðanna í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður Fram stóð fyrir sínu þegar Framarar unnu góðan útisigur á ÍR-ingum í Breiðholtinu í Olís-deildinni í kvöld. 

ÍR jafnaði 26:26 þegar fjórar mínútur voru eftir og meðbyrinn virtist þá með ÍR-ingum en Fram skoraði næstu tvö og vann 28:27. „Það var karakter hjá okkur að sigla þessu heim og við urðum ekki hræddir. Við áttum kannski að vinna stærra en þeir eru seigir. Ég viðurkenni að það fór aðeins um mann þegar þeir jöfnuðu 26:26 en ég hafði alltaf trú á okkur. En það var vegna klaufaskapar okkar,“ sagði Kristófer þegar mbl.is ræddi við hann að leiknum loknum. 

Fram er með 50% árangur eftir átta umferðir. „Á heildina litið er ég sáttur við það þótt það væri fínt að vera með fleiri sigra. Við fengum tækifæri til þess en við erum sáttir við alla vega síðustu tvo leiki. Næst þurfum við að hugsa um Aftureldingu.“ 

Kristófer Fannar Guðmundsson
Kristófer Fannar Guðmundsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert