Dramatík í Slóveníu

Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason AFP

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel gerðu jafntefli við Celje Lasko í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Lokatölur í leiknum urðu 23.23, en lokasekúndurnar voru afar dramatískar.

Staðan var jöfn í hálfleik 14-14, en Kiel var komið þremur mörkum yfir, 20-17, um miðbik seinni hálfleiks.

Blaz Janc kom Celje yfir tveimur mínútum fyrir leikslok. Rune Dahmke jafnaði þó metin fyrir Kiel 22 sekúndum fyrir leikslok og þar við sat.

Dahmke var markahæstur hjá Kiel með fimm mörk, en næstur kom Christian Dissinger með fjögur mörk. Hjá heimamönnum voru Sime Ivic og Blaz Janc markahæstir með fjögur mörk hvor.

Kiel er í fjórða sæti riðilsins með níu stig, en Celje í því sjöunda með þrjú stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert