Frændur í feiknarlegu stuði

Árni Þór Sigtryggsson.
Árni Þór Sigtryggsson. mbl.is/Golli

Frændurnir Árni Sigtryggsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson voru i miklum ham í gærkvöld þegar Aue sigraði Essen, 28:26, í þýsku B-deildinni í handknattleik.

Árni skoraði 9 mörk og Sigtryggur 6 og þeir voru í aðalhlutverkum í lokin því Sigtryggur kom Aue í 27:26 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og Árni gerði 28. markið  hálfrí mínútu fyrir leikslok.

Sveinbjörn Pétursson varði mark Aue en Bjarki Már Gunnarsson var ekki með vegna meiðsla. Rúnar Sigtryggsson, faðir Sigtryggs og bróðir Árna, þjálfar lið Aue sem er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig eftir 16 leiki.

Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten sem gerði jafntefli, 27:27, við Ferndorf á útivelli. Ernir Hrafn Arnarson gerði 2 mörk fyrir Emsdetten en Anton Rúnarsson ekkert. Lið þeirra er í 6. sæti með 18 stig.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Eintracht Hagen sem tapaði fyrir Bad Schwartau á útivelli, 28:27. Hagen er í 16. sæti af 21 liði með 13 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert