Ólafur sneri tilbaka með látum

Ólafur Guðmundsson er aftur byrjaður að raða inn mörkum fyrir …
Ólafur Guðmundsson er aftur byrjaður að raða inn mörkum fyrir Kristianstad. Ljósmynd/svenskhandboll.se

„Ólafur Guðmundsson kom, sá og sigraði.“ Svona hljómar fyrirsögn Kristianstadsbladet eftir endurkomu Ólafs Guðmundssonar með liði Kristianstad í 33:27-sigri á Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Ólafur skoraði sex mörk og var næstmarkahæstur í leiknum, sem var hans fyrsti eftir að hann sneri aftur til Kristianstad frá Hannover í Þýskalandi. Ólafur var afar fljótur að stimpla sig aftur inn í sænska liðið, en hann kom inná í stöðunni 8:4 og skoraði fljótlega þrjú mörk í röð, og kom Kristianstad í 12:6.

Ólafur var næstmarkahæstur í sínu liði í leiknum, frammi fyrir 4.711 áhorfendum í Kristianstad.

Kristianstad hefur unnið alla tólf leiki sína til þessa í deildinni og er með þriggja stiga forskot á Alingsås. Sävehof, með Atla Ævar Ingólfsson innanborðs, er í 3. sæti með 19 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert