Afskaplega máttlaus vippa - myndskeið

Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Eggert Jóhannesson

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður Barcelona er alla jafna öryggið uppmálað í vítaköstum sínum.

Guðjóni Vali brást hins vegar bogalistin þegar hann var sendur á vítalínuna í leik Barcelona gegn makedónska liðinu Vardar á dögunum.

Guðjón ætlaði að leika á spænska markvörðinn Arpad Sterbik, en tilraun Guðjóns var ansi máttlaus eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

Sem betur fer fyrir Guðjón skipti klúður hans ekki sköpum, en Barcelona fór með sigur af hólmi í leiknum 27:25.

Hafi Guðjón ekki jafnað sig á klúðrinu getur hann enn fremur huggað sig við það að Barcelona er á toppi B riðils keppninnar með 15 stig þegar fimm umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Þar að auki er Barcelona  taplaust á toppi spænsku 1. deildarinnar í handknattleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert