„Frábært fyrir félagið“

Bikarleikur Fjölnis og Gróttu varð að eins konar veislu fyrir Finn Inga Stefánsson sem skoraði 12 mörk fyrir Gróttu í 29:18 sigri liðsins í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta. 

Finnur segir það vera mjög skemmtilegt fyrir Gróttu að komast í undanúrslit bikarkeppninnar í Laugardalshöll enda er Grótta nýliði í efstu deild í vetur.

„Það sýnir kraft og metnað í félaginu að rífa sig sannfærandi upp úr 1. deildinni í fyrra og leggja ekki upp með upp og niður dæmi á milli deilda heldur koma sterkir inn í vetur. Það er náttúrlega frábært að komast í „final four“ enda vel að því staðið öllu saman,“ sagði Finnur meðal annars þegar mbl.is tók hann tali í Grafarvoginum í kvöld. 

Viðtalið við Finn má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði

Finnur skorar eitt af 12 mörkum sínum í kvöld.
Finnur skorar eitt af 12 mörkum sínum í kvöld. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert