„Mér líður bara hörmulega“

Sveinn Þorgeirsson, reyndasti leikmaður Fjölnis, leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir að 1. deildarliðið tapaði í kvöld fyrir úrvalsdeildarliði Gróttu 18:29 í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta. 

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði, bæði gagnvart okkur og starfinu. Mér líður bara hörmulega núna en er auðmjúkur gagnvart þessum áhorfendum sem komu og studdu okkur,“ sagði Sveinn meðal annars þegar mbl.is ræddi við hann í Grafarvoginum í kvöld. 

Sveinn spilaði einungis varnarleikinn í kvöld en hann glímir við meiðsli í fæti. Sveinn segist þurfa að taka framförum hvað heilsuna varðar til að vera í lagi þegar úrslitakeppnin í 1. deild hefst.

Viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

Sveinn Þorgeirsson stóð vaktina í vörninni í kvöld þrátt fyrir …
Sveinn Þorgeirsson stóð vaktina í vörninni í kvöld þrátt fyrir meiðsli. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert