Snýr Di Canio aftur í enska boltann?

Paolo Di Canio fagnar marki Sunderland á meðan hann var …
Paolo Di Canio fagnar marki Sunderland á meðan hann var við stjórnvölin þar af mikilli innlifun. AFP

Hinn litríki Ítali, Paolo Di Canio, hefur áhuga á að snúa aftur sem knattspyrnustjóri í ensku knattspyrnunni, hann var rekinn sem knattspyrnustjóri Sunderland í september árið 2013 og hefur ekki stýrt liði síðan. 

Press Association Sport greinir frá því að Paulo Di Canio hafi sótt um knattspyrnustjórastarfið hjá Rotherham sem er laust eftir að Neil Redfearn var látinn taka pokann sinn nýverið eftir að hafa stýrt liðinu í 21 leikjum.

Þetta er í annað sinn sem Paulo Di Canio gerir hosur sínar grænar fyrir knattspyrnustjórastarfinu hjá Rotherham, en hann sótti einnig um starfið í kjölfar þess að Steve Evans var rekinn í september á síðasta ári.

Paulo Di Canio var ekki virtur viðlits þegar hann sótti um starfið í fyrsta skipti og spurning hvort að forráðamenn Rotherham hafi breytt skoðun sinni á Ítalanum skapbráða.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert