Arnór Freyr á förum frá ÍR næsta sumar

Aron Freyr Stefánsson til varnar í marki ÍR í leik …
Aron Freyr Stefánsson til varnar í marki ÍR í leik gegn Gróttu í vetur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Útlit er fyrir að markmaðurinn Arnór Freyr Stefánsson yfirgefi handknattleikslið ÍR eftir leiktíðina en hann stefnir á að halda til Danmerkur í þriggja ára nám í byggingafræði. Arnór hyggst spila áfram handbolta ytra og er Randers, sem er í toppbaráttu 1. deildar, með markmanninn í sigtinu samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Arnór vildi ekkert tjá sig um það en kvaðst vissulega ætla að finna sér nýtt lið færi hann út.

Arnór Freyr, sem verður 25 ára í næsta mánuði, er uppalinn ÍR-ingur en lék með HK árin 2011-2013 og átti sinn þátt í Íslandsmeistaratitli liðsins árið 2012. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert