Egill er kominn á fulla ferð

Egill Magnússon í leik með Stjörnunni á síðasta vetri.
Egill Magnússon í leik með Stjörnunni á síðasta vetri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Handknattleiksmaðurinn Egill Magnússon lék í gærkvöldi sinn fyrsta leik með danska úrvalsdeildarliðinu Team Tvis Holstebro frá því í byrjun október. Meiðsli í hné hafa hrjáð Egil en hann hefur nú loksins jafnað sig.

Egill skoraði tvö af mörkum Team Tvis Holstbro þegar liðið  vann Göppingen frá Þýskalandi, 34:31, á heimvelli í fyrstu umferð B-riðils EHF-keppninnar í handknattleik. 

Sigurbergur og Egill drjúgir

„Ég er alveg orðinn 100 prósent góður í hnénu," sagði Egill við mbl.is í morgun. Honum var óneitanlega létt að vera kominn á fulla ferð í handboltanum á nýjan leik eftir nokkurra mánaða fjarveru. 

Egill, sem verður tvítugur síðar í þessum mánuði, gekk til liðs við TTH í sumar sem leið eftir að hafa slegið í gegn með Stjörnunni í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. Hann var í íslenska landsliðnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri sem hafnaði í þriðja sæti á HM í Rússlandi í ágúst og var einnií sigurliði Íslands á Opna Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Partille í Svíþjóð í júlí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert