„Allt fyrir peninginn“

Jóhann Gunnar Einarsson var í stóru hlutverki í sókninni hjá Aftureldingu í kvöld þegar liðið hafði betur gegn Val 25:24 eftir framlengdan oddaleik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. 

Jóhann gerði þó ekki of mikið úr sínu hlutverki þegar mbl.is ræddi við hann en játaði þó að hafa spilað óvenju mikið í oddaleiknum í kvöld. 

„Ég spilaði dálítið mikið núna. Við náðum ekki alveg að skipta eins og við vildum. En þegar komið er í fimm leikja séríu þá verður maður aðeins hægari og hægari og þreyttari og þreyttari en maður er nú ekki hraður fyrir,“ sagði Jóhann og glotti.

Hann segir Mosfellinga þiggja með þökkum að fá annað tækifæri gegn Haukum í úrslitum eftir að hafa tapað fremur illa fyrir þeim í fyrra.

„Við fórum illa út úr úrslitunum síðast og okkur langaði rosalega aftur til að gera betur en síðast,“ sagði Jóhann Gunnar meðal annars við mbl.is en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Mosfellingar fagna sigri í kvöld.
Mosfellingar fagna sigri í kvöld. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert