Óskar Bjarni vitnaði í Sinatra

„Thats life eins og við segjum á enskunni,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals meðal annars þegar mbl.is ræddi við hann á Hlíðarenda í kvöld og vitnaði þar í frægan slagara með goðsögninni Frank Sinatra. Valsmenn eru úr leik á Íslandsmótinu í handbolta eftir tap fyrir Aftureldingu í undanúrslitum eftir framlengdan oddaleik. 

„Þetta var frábær rimma og eiginlega við hæfi að hún færi í framlengingu eða jafnvel vító,“ sagði Óskar en hans menn lentu undir í venjulegum leiktíma en tókst með frábærum leikkafla að éta upp fimm marka forskot á lokaflanum. Óskari fannst hins vegar lítið hafa verið eftir á tanknum þegar í framlenginguna var komið. 

„Mér fannst við hafa lagt bara hjarta og sál í að ná þessu. Svo var þetta hálf máttlaust eitthvað og hann átti auðvelt með að verja skotin hjá okkur í framlengingunni,“ sagði Óskar meðal annars en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert