„Ekkert heitara en íslenskir þjálfarar“

Kristján Andrésson
Kristján Andrésson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ekkert er heitara í handboltaheiminum um þessar mundir heldur en íslenskir þjálfarar,“ er fullyrt í grein hjá sænska blaðinu Aftonbladet. 

Þar er til umfjöllunar að Kristján Andrésson sé í viðræðum við sænska handknattleikssambandið um að taka við sænska karlalandsliðinu. 

Með þessari skemmtilegu fullyrðingu er bent á árangur þeirra Dags Sigurðssonar, Guðmundar Guðmundssonar og Þóris Hergeirssonar á árinu og einnig er minnst á að Alfreð Gíslason sé hjá stórveldinu Kiel. Aftonbladet tekur þó fram að upptalningin gæti verið lengri en þessir fjórir. 

Kristján þjálfaði áður Guif í Svíþjóð og spilaði í Svíþjóð allan sinn feril. Hann lék með íslenska landsliðinu um tíma, var til dæmis í liði Íslands á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. 

Staffan Olsson og Ola Lindgren láta af störfum sem þjálfarar landsliðsins en Ljubomir Vranjes og Magnus Andersson, fyrrverandi landsliðsmenn Svía, hafa báðir hafnað landsliðsþjálfarastarfinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert