Guðmundur kom ekki nálægt ákvörðuninni

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik, fagnar sigri …
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik, fagnar sigri liðsins á Ólympíuleikunum sem fram fóru í Ríó í Brasilíu fyrr í þessum mánuði. AFP

Tilkynnt var í morgun að Ulrik Wilbek hafi látið af störfum sem íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins, segir Guðmund Þór Guðmundsson, þjálfara danska karlalandsliðsins í handknattleik, ekki hafa þrýst á afsögn Wilbek. 

Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins, segir Guðmund Þór Guðmundsson, þjálfara danska karlalandsliðsins í handknattleik, ekki hafa þrýst á afsögn Ulriks. 

„Guðmundur beitti sér ekki fyrir því að að Ulrik myndi láta af störfum, það er alveg á hreinu. Við Guðmundur höfum að sjálfsögðu rætt þessi mál, líkt og fleiri sem komu að þessu máli. Ákvörðun Ulriks var að hans eigin frumkvæði og var tekin í samráði við danska handknattleikssambandið,“ segir Morten Stig Christensen í samtali við BT í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert