Handboltavertíðin fer af stað

Haukar fagna Íslandsmeistaratitli sínu síðasta vor.
Haukar fagna Íslandsmeistaratitli sínu síðasta vor. mbl.is/Styrmir Kári

Meistarakeppni karla í handbolta fer fram í kvöld, en þar mætast ríkjandi Íslandsmeistarar og bikarmeistarar í árlegum leik. Haukar og Valur eigast við í leiknum í ár, en leikurinn verður háður í Schenker-höllinni í Hafnarfirði og hefst klukkan 19.30.

Haukar urðu Íslandsmeistarar í ellefta skipti í sögu félagsins síðastliðið vor eftir sigur sinn gegn Aftureldingu í úrslitaeinvíginu. Valur varð hins vegar bikarmeistari í níunda skipti í sögu félagsins eftir sigur gegn Gróttu í bikarúrslitum.

Leikurinn er leikinn óvanalega snemma að þessu sinni, en það er gert vegna þátttöku Hauka í Evrópukeppni. Liðið mætir gríska liðinu Diomidis Argous í tveimur leikjum í Grikklandi í fyrstu umferð í EHF-bikarsins, laugardaginn 3. september og sunnudaginn 4. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert