Haukar hafa tekið upp þráðinn

Elías Már Halldórsson lyftir meistarabikarnum eftir sigur Hauka á Val …
Elías Már Halldórsson lyftir meistarabikarnum eftir sigur Hauka á Val í meistarakeppni HSÍ í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik karla tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor þegar þeir unnu Valsmenn í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki, 24:23, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í fyrsta leik keppnistímabils handboltamanna. Haukar urðu Íslandsmeistarar á sama stað í lokaleik síðasta keppnistímabils.

Haukar voru með yfirhöndina í leiknum í kvöld frá upphafi til enda. Forskot þeirra var tvö mörk í hálfleik, 11:9.

Íslandsmót karla hefst 8. september. Ástæða þess að leikurinn í Meistarakeppninni var nokkru áður en Íslandsmótið hefst helgast m.a. af því að fram undan eru leikir hjá Haukum í Evrópukeppninni. 

Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Jón Þorbjörn Jóhannsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Daníel Þór Ingason 2, Hákon Daði Styrmisson 2, Janus Daði Smárason 2, Brynjólfur Snær Byrnjólfsson 1. 

Mörk Vals: Anton Rúnarsson 6, Vignir Stefánsson 6, Sveinn Aron Sveinsson 4, Alexander Örn Júlíusson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert