Enn tapa meistararnir

Lovísa Thompson leikur stórt hlutverk í liði Gróttu þrátt fyrir …
Lovísa Thompson leikur stórt hlutverk í liði Gróttu þrátt fyrir ungan aldur. mbl.is/Golli

Íslandsmeistarar Gróttu töpuðu fyrir Haukum á heimavelli, 29:25, í 5.umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik í Hertz-höllinni í dag. Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Síðari hálfleikurinn var hinsvegar eign Hauka sem komu frá því að vera fjórum mörkum undir í að ná yfirhöndinni og halda henni til leiksloka. Grótta hefur unnið einn leik í deildinni og er í sjötta sæti en Haukar eru í efri hlutanum með sex stig.

Grótta var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:13, eftir góðan kafla á síðustu mínútum hálfleiksins. Framan af var Hauka-liðið sterkara og var með eins til tveggja marka forskot allt frá því að liðið komst yfir, 3:2. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka, reyndist gömlum samherjum sínum erfið framan af leiknum en missti síðan taktinn.

 Grótta komst ekki aftur yfir fyrr enn eftir rúmlega 20 mínútna leik, 10:9. Eftir það var leikurinn í járnum þar til á lokamínútunni að hlutirnir féllu með Gróttuliðinu. Þrátt fyrir tveggja marka forskot í hálfleik mátti vart á milli liðanna sjá.

Grótta byrjaði síðari hálfleikinn einum fleiri í nærri tvær mínútur. Það nýtti liðið sér vel og skoraði tvö mörk og náði fjögurra marka forskot, 17:13. Haukar gáfust ekki upp og svörðu með fimm mörkum í röð og komust yfir. Haukar héldu sínu striki og náðu þriggja marka forskoti, 23:20, þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar bættu við forskot sitt og voru komnir með fimm marka yfirhönd, 25:20. Gróttuliðinu virtist allir ketill falla í eld í sóknarleiknum.  Haukar unnu og verðskuldaðann sigur, þótt aðeins hafi dregið saman með liðunum undir lokin frá því sex marka forskoti sem Haukar höfðu um skeið.

Sóknarleikur beggja liða geldur mjög yfir að þau hafa engar skyttur sem heitið geta. Fyrir vikið þarf að beita öðrum brögðum sem gerir aftur að verkum að leikurinn verður oft tilþrifaminni og tilbreytingarlítill.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Grótta 25:29 Haukar opna loka
60. mín. Emma Havin Sardarsdóttir (Grótta) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert