Naumt tap gegn Börsungum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans töpuðu naumlega fyrir Barcelona í …
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans töpuðu naumlega fyrir Barcelona í dag. CARSTEN REHDER

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Kiel töpuðu fyrir Barcelona 26:25 í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Kiel var yfir í hálfleik.

Kiel veitti Barcelona mikla keppni í dag en þýska liðið var 13:10 yfir í hálfleik.

Barcelona  átti þó endurkomu í síðari hálfleik og höfðu betur, 26:25. Valero Rivera Folch var atkvæðamestur hjá Barcelona með 6 mörk. Domagoj Duvnjak var með sjö mörk fyrir Kiel.

Börsungar hafa oftast allra liða tekið við Evrópubikarnum eða níu sinni, síðast vorið 2015. Kiel hefur unnið keppnina þrisvar, þar af tvisvar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert