Mikil meiðsli í Eyjum

Sindri Haraldsson.
Sindri Haraldsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Karlalið ÍBV í handknattleik er að glíma við mikinn meiðsladraug og þrír sterkir leikmenn eru í óvissu hvað næstu leiki varðar.

Sindri Haraldsson var ekki með gegn Aftureldingu í gær en fimmeinn.is greinir frá því að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús af æfingu í vikunni. Ekki er ljóst hvers eðlis meiðslin eru en í samtali við mbl.is sagði Sindri að hann reiknaði ekki með því að um alvarleg meiðsli séu að ræða. Hann hafi fengið eitthvað vitlaust átak á hendina svo vöðvi hafi orðið fyrir hnjaski. Um hvað sé að ræða komi ekki í ljós fyrr en eftir helgi.

Í leiknum gegn Aftureldingu í gær fór Agnar Smári Jónsson svo meiddur af velli snemma leiks og kom ekki meira við sögu. Þá meiddist Theodór Sigurbjörnsson á mjöðm en kláraði þó leikinn. Ekki er komið í ljós hvort þeir verði klárir í slaginn í næsta leik ÍBV sem er gegn Selfossi í 32ja-liða úrslitum bikarsins á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert