Sex mörk Arnórs dugðu ekki til

Arnór Þór Gunnarsson var með sex mörk í dag.
Arnór Þór Gunnarsson var með sex mörk í dag. Adam Jastrzebowski / Foto Olimpik

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska handknattleiksliðinu Kiel eru komnir áfram í 8 liða úrslit þýska bikarsins.

Erlingur Richardsson og menn hans í Füchse Berlin töpuðu fyrir Flensburg-Handewitt 36:34 í fyrsta leik í 16 liða úrslitum í dag. Bjarki Már Elísson gerði tvö mörk fyrir Berlínarliðið.

Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er þá úr leik í bikarnum með BBM Bietigheim eftir óvænt tap gegn TSG Lu-Friesenheim 32:29.

Balingen-Weilstetten sigraði þá Bergischer 27:23 í dag. Arnór Þór Gunnarsson var með 6 mörk fyrir Bergischer og þá var Björgvin Páll Gústavsson í markinu. Rúnar Sigtryggsson þjálfar Balingen.

THW Kiel vann þá SC Magdeburg 22:21 í lokaleik dagsins. Alfreð Gíslason þjálfar Kiel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert