Meistararnir leita til Önnu Úrsúlu

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. mbl.is/Golli

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, veltir því nú fyrir sér að taka klístrið af hillunni og leika aftur með uppeldisfélagi sínu Gróttu, sem er ríkjandi Íslandsmeistari. Eftir að hafa unnið titilinn með Gróttu tvö ár í röð ákvað Anna að hætta í sumar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur henni nú til boða að taka við starfi aðstoðarþjálfara liðsins. Taki Anna boðinu er talið að hún muni þá einnig spila með liðinu, en gert er ráð fyrir að hún geri upp hug sinn fyrir helgi.

Myndi það væntanlega breyta gífurlega miklu fyrir meistarana, sem aðeins hafa unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni, enda var Anna lykilmaður í vörn og sókn hjá landsliðinu árum saman. Miklar breytingar hafa orðið á liðinu, en markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir er einnig hætt. Hún kemur þó að þjálfun markvarða hjá félaginu og hefur verið Kára Garðarssyni þjálfara til halds og trausts á hliðarlínunni í síðustu leikjum. Næsti leikur Gróttu er á laugardaginn gegn Val á Seltjarnarnesi.

Starf aðstoðarþjálfara Gróttu hefur verið laust síðan 4. október þegar Karl Erlingsson lét af störfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert