Annar fóturinn kominn í umspil

Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður, stóð sig afar vel gegn Austurríki …
Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður, stóð sig afar vel gegn Austurríki í gærkvöldi. Hún og Steinunn Hansdóttir verða í eldlínunni gegn færeyska landsliðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna er komið með annan fótinn í umspilsleikina um sæti á heimsmeistaramótinu eftir öruggan sigur á landsliði Færeyja, 24:16, í öðru leiknum í forkeppni heimsmeistaramótsins í Þórshöfn í kvöld. Íslenska landsliðið hefur þar með unnið báða leiki sína í forkeppninni. Lokaleikurinn verður við landslið Makedóníu á morgun.

Makedónía er með tvö stig eftir tvo leiki  en liðið tapaði stórt fyrir Austurríki í dag, 27:18. Íslenska liðið er efst í riðlinum með fjögur stig eftir tvo leiki. Austurríska og makedónska liðin eru með tvö stig en Færeyjar reka lestina án stiga.

Íslenska landsliðið var með yfirhöndina allan leikinnn við Færeyinga í kvöld. Staðan í hálfleik var 9:5, Íslandi í vil.

Sóknarleikurinn var slakur í fyrri hálfleik en heldur skárri í þeim síðari. Hraðinn var ekki nægur. Varnarleikurinn var hinsvegar ágætur eins og í sigurleiknum á Austurríki í gær. Þá varði Guðrún Ósk Maríasdóttir vel í markinu. Hún varði 12 skot og fékk á sig 13 mörk á þeim rúmu 50 mínútum sem hún stóð í markinu. Guðrún var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk. Hún skoraði þau öll í síðari hálfleik, þar af skoraði Þórey Rósa sex fyrstu mörk Íslands hálfleiknum.  Birna Berg Haraldsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Karen Knútsdóttir og Steinunn Hansdóttir skoruðu þrjú mörk hver. 

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Færeyjar 16:24 Ísland opna loka
60. mín. Færeyjar tapar boltanum - Hildigunnur varð skot í vörninni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert