Færeyjar ekki til bjargar

Arna Sif Pálsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu komust ekki …
Arna Sif Pálsdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu komust ekki áfram úr forkeppni HM. mbl.is/Ófeigur

Ísland er endanlega úr leik í undankeppni HM 2017 í handbolta kvenna eftir að Austurríki vann Færeyjar í kvöld, 29:20.

Vonir Íslands voru nánast úr sögunni eftir að liðið tapaði með sjö marka mun gegn Makedóníu í dag, þrátt fyrir að Ísland hafi áður unnið Austurríki og Færeyjar. Eina vonin fólst í því að Færeyjar, sem höfðu tapað báðum leikjum sínum, næðu í stig gegn Austurríki. Það var hins vegar aldrei líklegt og var Austurríki 18:10 yfir í hálfleik í kvöld.

Þar með enduðu Ísland, Austurríki og Makedónía öll með 4 stig en Færeyjar 0. Austurríki var með bestu innbyrðis markatöluna í leikjum þjóðanna þriggja (+5) og Makedónía þá næstbestu (-2) og fara þessar þjóðir því áfram í umspil um sæti á HM. Ísland situr eftir með sárt ennið með lökustu innbyrðis markatöluna (-3).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert