Býðst til að þjálfa launalaust

Birna Berg Haraldsdóttir er leikmaður Glassverket.
Birna Berg Haraldsdóttir er leikmaður Glassverket. mbl.is/Ómar Óskarsson

Geir Oustorp, þjálfari norska handknattleiksliðsins Glassverket sem Birna Berg Haraldsdóttir landsliðskona leikur með, hefur boðist til þess að þjálfa liðið út keppnistímabilið án þess að þiggja laun fyrir. Þar með vill Oustorp, sem er lögreglumaður í Drammen, leggja sitt lóð á vogarskálin svo hægt verði að halda liði félagsins gangandi út leiktíðina. 

Fjárhagur Glassverket stendur á brauðfótum eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt gjaldkera félagsins fyrir fáeinum vikum. 

Leikmenn hafa boðist til þess að lækka laun sín um fimmtung en óvíst er að það nægi til. 

Glassverket situr í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert