Í meðferð gegnum Skype

Aron Rafn Eðvarðsson og samherjar hans í Bietigheim eru efstir …
Aron Rafn Eðvarðsson og samherjar hans í Bietigheim eru efstir í þýsku B-deildinni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Gangi allt að óskum ætti landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson að ná einum leik með félagsliði sínu, Bietigheim, í toppbaráttu þýsku 2. deildarinnar áður en hlé verður gert frá áramótum vegna HM í Frakklandi.

Aron reiknar fastlega með því að geta spilað á HM, þrátt fyrir mjaðmameiðsli sem hann er í stöðugri meðferð við, og að hafa tognað aftan í læri fyrir viku. Hann er afar þakklátur Elís Þór Rafnssyni, sjúkraþjálfara landsliðsins, sem hann ræðir nánast oftar við en kærustu sína, í baráttunni við meiðslin.

Aron missti af síðustu landsleikjum, gegn Tékklandi og Úkraínu í byrjun nóvember, en sprautumeðferð og meðhöndlun hjá Elís og sjúkraþjálfurum Bietigheim hefur skilað góðum árangri og hann lék síðustu tvo leiki þýska liðsins en tognaði aftan í læri í þeim seinni.

Sjá viðtal við Aron Rafn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert