Tólfti sigur Fjölnismanna

Breki Dagsson skoraði 7 mörk fyrir Fjölni.
Breki Dagsson skoraði 7 mörk fyrir Fjölni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Fjölni halda áfram sigurgöngu sinn í 1. deild karla í handknattleik. Fjölnisliðið vann ungmennalið Stjörnunnar, 35:24, í TM-höllinni í Garðabæ í gærkvöldi og hefur nú 24 stig að loknum 12 leikjum í deildinni.

Breki Dagsson og Björgvin Páll Rúnarsson voru markahæstir Fjölnismanna með sjö mörk hvor. Gunnar Johnsen og Þorlákur Rafnsson skoruðu átta mörk hvor fyrir Stjörnuliðið.

KR-ingar náðu HK að stigum með fimm marka sigri á Víkingi í Víkinni, 29:24. KR er með 17 stig eins og HK en HK er í öðru sætinu vegna innbyrðis úrslita. Stórskyttan þrautreynda, Arnar Jón Agnarsson skoraði 10 mörk fyrir KR og Bergur Elí Rúnarsson og Andri Berg Haraldsson sex mörk hvor. Víglundur Jarl Þórsson var atkvæðamestur Víkinga með sjö mörk. Logi Ágústsson kom næstur með sex mörk. Ungmennalið Akureyrar gerði góða ferð suður og vann ungmennalið Vals, 25:22. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert