Spila heima í nokkur ár enn

Hreiðar Levý Guðmundsson.
Hreiðar Levý Guðmundsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Handboltamaðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson á von á því að flytja heim í sumar og leika hér heima á næsta keppnistímabili. Ef það gengur eftir verða báðir markverðirnir úr silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 hér heima næsta vetur því Björgvin Páll Gústavsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka.

Hreiðar hefur í vetur leikið með Halden í norsku úrvalsdeildinni. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni er Hreiðar meiddur á hné og afar ólíklegt er að hann muni leika fleiri leiki fyrir Halden.

„Ég verð ekki áfram hérna næsta vetur. Ég er farinn að horfa heim til Reykjavíkur, en þaðan flutti ég 2005. Síðan er liðin tólf ár og ég sé fyrir mér að ljúka ferlinum þar,“ sagði Hreiðar, en persónulegar aðstæður hafa nokkuð að segja í ákvarðanatökunni.

Sjá viðtal við Hreiðar Levý í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert