Lazarov fer til Nantes

Kiril Lazarov sækir að marki Norðmanna á HM í síðasta …
Kiril Lazarov sækir að marki Norðmanna á HM í síðasta mánuði. AFP

Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur skrifað undir tveggja ára samning við franska handknattleiksliðið Nantes. Lazarov, sem er 36 ára gamall, kemur til liðsins í sumar eftir fjögurra ára veru hjá Barcelona þar sem hann hefur unnið spænsku deildina og bikarkeppninnar öll árin hjá liðinu auk þess að verða Evrópumeistari 2015.

Lazarov er einn mesti markaskorari í sögu handknattleiksins. Hann hefur til að mynda skoraði 1.456 mörk fyrir landslið Makedóníu, 1.148 mörk í Meistaradeild Evrópu auk þess að eiga markametin á heims- og Evrópumeistaramótum landsliða.

Lazarov varð markakóngur HM í Frakklandi í síðasta mánuði þótt hann léki aðeins sex leiki. Slóveninn Jure Dolenec tekur stöðu Lazarovs hjá Barcelona í sumar. iben@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert