Fram og Stjarnan mætast í úrslitum

Ragnheiður Júlíusdóttir reynir skot að marki Hauka í leiknum í …
Ragnheiður Júlíusdóttir reynir skot að marki Hauka í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

Fram hafði betur gegn Haukum 28:21 í undanúrslitunum í bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram mætir Stjörnunni í úrslitum keppninnar á laugardaginn kemur kl 13:30. 

Lið hafði frumkvæðið svo gott sem allan leikinn. Liðið byrjaði miklu betur og komst í 6:2 og hafði yfir 12:9 að loknum fyrri hálfleik. Eftir tólf mínútna leik náði Fram sjö marka forskoti 19:12 og þá virtust úrslitin ráðin. Haukar náðu þá góðum kafla og minnkuðu muninn niður í tvö mörk og voru þá enn níu mínútur eftir. Lengra komst liðið ekki og Fram gekk á lagið á lokamínútunum. 

Sóknarleikur Hauka gekk erfiðlega í leiknum og liðið lauk mjög mörgum sóknum án þess að koma skoti á markið. Sóknarleikur Fram gekk öllu betur og þar átti Hildur Þorgeirsdóttir góðan leik og skoraði 7 mörk utan af velli. 

Markverðir liðanna stóðu sig vel í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 18 skot fyrir Hauka og Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 18/1 í marki Fram. 

Leikstjórnandi Fram, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, lætur vaða en Ramune Pekarskyte er …
Leikstjórnandi Fram, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, lætur vaða en Ramune Pekarskyte er til varnar. mbl.is/Golli
Haukar 21:28 Fram opna loka
60. mín. Fram tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert