Hefur Evrópuævintýrið áhrif á bikarmeistarana?

Mun Evrópuævintýri Valsmanna hafa sitt að segja fyrir Vigni Stefánsson …
Mun Evrópuævintýri Valsmanna hafa sitt að segja fyrir Vigni Stefánsson og félaga? mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undanúrslit í Coca-Cola bikar karla í handknattleik fara fram á morgun og annað kvöld í Laugardalshöll. Þar er sá möguleiki fyrir hendi að Hafnafjarðarliðin Haukar og FH mætist í úrslitaleik en mikið á eftir að ganga á áður en úr því fæst skorið.

Valur og FH mætast í fyrri leiknum klukkan 17:15. Áhugavert verður að sjá hversu ferskir Valsmenn verða í leiknum. Þeir eru nýkomnir frá Balkanskaganum þar sem þeir spiluðu tvo Evrópuleiki á laugardag og sunnudag. Tveir erfiðir leikir á tveimur dögum ásamt því sem fylgir flugferðum, eins og bið á flugvöllum, mun væntanlega sitja eitthvað í leikmönnum Vals. Ekki síst ef liðið kemst í úrslitaleikinn daginn eftir.

Verður því áhugavert að sjá hvernig þjálfararnir Guðlaugur Arnarson og Óskar Bjarni Óskarsson spila úr sínum mannskap. Ef menn eru sekúndu hægari í hreyfingum en vanalega þá skiptir það máli í leik sem þessum. Á hinn bóginn hlýtur andinn í herbúðum Vals að vera með besta móti því liðið komst áfram í Evrópukeppninni eftir mikla spennu. Stemningin ætti því að vinna með Val sem er ríkjandi bikarmeistari eftir sigur á Gróttu í fyrra.

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert