Bikarmeistararnir í úrslitaleikinn

Sólveig Lára Kjærnested reynir að brjóta sér leið fram hjá …
Sólveig Lára Kjærnested reynir að brjóta sér leið fram hjá vörn Selfyssinga í dag. mbl.is/Golli

Bikarmeistarar Stjörnunnar leika til úrslita við annaðhvort Fram eða Hauka í Coca Cola-bikar kvenna í handknattleik á laugardaginn. Það var ljóst eftir að Stjarnan vann Selfoss, 27:23, í fyrri undanúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan var sterkari í 40 mínútur í leiknum og hafði m.a. fimm marka forskot í hálfleik, 15:10.

Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti og skoraði fjögur fyrstu mörkin. Selfoss-liðið komst smátt og smátt í gang, lét slaka byrjun ekki slá sig út af laginu. Það jafnaði metin í 4:4. Sóknarleikur Stjörnunnar gekk ekki sem skyldi gegn 5/1 vörn Selfoss.  Eftir tæpar 20 mínútur var Selfoss-liðið komið yfir, 8:7, og Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Störnunnar, tók leikhlé. Hann vldi koma betri stjórn á sitt lið, jafnt í vörn sem sókn.

Stjarnan herti mjög á vörn sinni eftir leikhléið. Selfoss-liðið lenti á vegg hvað eftir annað. Stjarnan náði tveggja marka forskoti eftir um 25 mínútur. Sóknarleikur Selfoss-liðsins hrundi síðustu mínútur hálfleiksins eftir að Hanna var tekin úr umferð. Stjörnuliðið gekk á lagið og hefur fimm marka forskot í hálfleik, 15:10.

Stjarnan hélt sjó fyrsta stundarfjórðung síðari hálfleiks þrátt fyrir nokkrar gagnsóknir Selfossl-liðsins sem kom muninum aldrei meira niður en í tvö mörk. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var munurinn fjögur mörk, 20:16, Stjörnunni í vil. Selfoss-liðinu tókst ekki að ógna Stjörnunni síðasta stundarfjórðunginn. Til þess var Stjörnuliðið of sterkt með sinn fjölmenna og öfluga leikmannahóp.

Úrslitaleikurinn verður á laugardaginn og hefst kl. 13.30.

Eins og stundum áður var sóknarleikur Selfoss borinn uppi af Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttir. Hún skoraði 12 mörk.

Meiri jöfnuður var innan Stjörnuliðsins þar sem markvarslan var einnig mun betri en hjá Selfossi.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Stjarnan 27:23 Selfoss opna loka
60. mín. Arna Kristín Einarsdóttir (Selfoss) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert