Fimm slæmar mínútur gerðu út um vonir Selfoss

Sólveig Lára Kjærnested skorar eitt marka sinna fyrir Stjörnuna í …
Sólveig Lára Kjærnested skorar eitt marka sinna fyrir Stjörnuna í gær. Perla Rut Albertsdóttir horfir á eftir henni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við áttum mjög góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks þar sem við náðum fimm marka forskoti sem var gott að fara með inn í hálfleikinn. Sem betur fer náðum við að mestu að halda því forskoti í síðari hálfleik,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar eftir að bikarmeistarar síðasta árs tryggðu sér réttinn til þess að leika til úrslita annað árið í röð. Það gerði Stjörnuliðið með því að vinna Selfoss með fjögurra marka mun, 27:23, í Laugardalshöll í gærkvöldi.

Stjarnan var með fimm marka forskot í hálfleik, 15:10. Eins og Helena nefndi var það forskot liðinu mikilvægt fyrir síðari hálfleikinn. Forskotið góða náðist á síðustu fjórum mínútum síðari hálfleiks. Þá skoraði Stjarnan fimm mörk gegn einu. „Við tóku leikhlé í stöðunni 11:9 til þess að benda leikmönnum á að leika af aga síðustu mínúturnar til þess að hafa góða stöðu í hálfleik. Því miður þá tókst það alls ekki. Leikmenn fóru fram úr sér og við fengum fimm mörk á okkur í röð,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, vonsvikinn í leikslok. „Á þessum kafla töpuðum við leiknum.“ Það voru orð að sönnu

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert