„Hugur, kraftur og reynsla“

Garðbæingar fagna sigri.
Garðbæingar fagna sigri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Harri Kristjánsson stýrði Stjörnunni til sigurs í Coca Cola bikarnum í handbolta annað árið í röð þegar liðið vann Fram 19:18 í spennandi úrslitaleik. 

Stjarnan var 13:9 yfir að loknum fyrri hálfleik og skorðai því aðeins sex mörk í síðari hálfleik en það dugði til sigurs. „Við lentum í hálfgerðri krísu í sókninni í síðari hálfleik. Þá fórum við ekki af nægilega miklum kjarki í þau færi sem við fengum. Við náðum hins vegar að halda vörninni mjög góðri og Hafdís varði mjög vel. Þar tókst okkur að halda stöðugleika og fyrir vikið tók Fram ekki að komast yfir þótt við skoruðum fá mörk. Svo fengum við smá kraft í lokin og Helena kom okkur yfir. Hún átti annað skot á lokakaflanum sem ég hélt að færi inn en hafnaði í stönginni. Hugur, kraftur og reynsla réði úrslitum undir lok leiksins,“ sagði Halldór Harri í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert