Fjölnir vann toppslaginn

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði sex mörk í gær.
Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði sex mörk í gær. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fjölnir hafði betur gegn HK í mikilvægum leik í 1. deild kvenna í handknattleik í gær, 22:19. Með sigrinum komst Fjölnir í toppsætið, en HK er í 3. sæti, þremur stigum á eftir. 

Þórhildur Braga Þórðardóttir var yfirburðamaður í liði HK og skoraði 12 mörk en Díana Kristín Sigmarsdóttir var með sex fyrir Fjölni. 

Fanney Þóra Þórsdóttir skoraði 11 mörk fyrir FH sem vann Val U, 24:19. Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði sex fyrir Val. 

Fjölnir er í toppsætinu með 29 stig, eins og Þór/KA sem á leik til góða, en liðin mætast í lokaumferðinni, í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um toppsæti deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert