Arnór Þór er úr leik í bili

Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki í landsleik á HM í …
Arnór Þór Gunnarsson fagnar marki í landsleik á HM í Frakklandi í janúar. AFP

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska 1. deildarliðsins Bergischer HC hefur glímt við eymsli í hægri hásin undanfarnar vikur. Af þeim sökum tók hann ekki þátt í viðureign Bergischer og Minden um helgina. Arnór segist reikna með að vera frá keppni um skeið til viðbótar.

„Ég er hefur fundið fyrir eymslum og sárindum í  hægri hásin síðustu vikur  en æfði og lék með liðinu engu að síðustu þar til í síðustu viku,“ sagði Arnór Þór við mbl.is í morgun. „Fyrir rúmri viku síðan gat ég ekki meir og fór í skoðun hjá lækni. Í fyrstu taldi hann að það væri rifa í hásininni því hún var svo bólgin. Ég fór svo í myndatökur og úr þeim kom að það var mikill vökvi þarna inni sem þarf að meðhöndla og einfaldlega taka frí frá æfingum og keppni. Læknirinn talaði um tvær til þrjár vikur og reyna þá að hlaupa aðeins og athuga hvernig það kemur út. Nú er liðin hálf önnur vika  og ég reikna með að reyna að hlaupa þegar kemur fram í næstu viku. Meðan æfi ég bara efri hluta líkamans,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert