Hætti eftir að eiginmaðurinn var rekinn

Eva Björk Hlöðversdóttir.
Eva Björk Hlöðversdóttir. mbl.is/Eva Björk

Eftir að Alfreð Finnsson var rekinn úr starfi sem þjálfari Vals í Olís-deild kvenna í handknattleik er orðið ljóst að tveir leikmenn spila ekki meira með liðinu í ár.

Annars vegar er þar um að ræða Evu Björk Hlöðversdóttur, sem hafði skorað 21 mark í 18 leikjum í deildinni. Hún er eiginkona Alfreðs, fráfarandi þjálfara.

Hins vegar er svo um að ræða Kristine Vike, sem hafði skorað 26 mörk í 18 leikjum. Hún spilaði undir stjórn Alfreðs hjá Volde í Noregi, en samkvæmt frétt fimmeinn.is í kvöld er hún mikill vinur þeirra hjóna.

Valsliðinu hef­ur vegnað illa síðustu vik­urn­ar og aðeins unnið einn af síðustu sjö leikj­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert