Breytt fyrirkomulag HM?

Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli í janúar.
Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli í janúar. AFP

Hugsanlegt er talið að Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, geri breytingar á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramóta karla og kvenna.

Eftir því sem heimildir tímaritsins Handball Inside herma velta Hassan Moustafa og hans menn í stjórn IHF alvarlega fyrir sér að taka upp fyrirkomulag sem var við lýði frá HM 2001 til og með 2011. Þá var ýmist leikið í fjögurra eða sex liða riðlum í fyrsta hluta mótsins, eftir það tóku við milliriðlar þar sem tvö efstu lið hvors riðils komust í undanúrslit.

Frá og með HM kvenna 2011 og HM karla tveimur árum síðar hefur verið leikið í fjórum sex liða riðlum í fyrsta hluta, eftir það taka við sextán liða útsláttarkeppni og önnur útsláttarkeppni í 8 liða úrslitum þar sem sigurliðin fjögur enda á að kljást í undanúrslitum um að komast í úrslitaleikinn. Heimildir Handball Inside herma að þýska handknattleikssambandið, sem verður gestgjafi HM 2019 ásamt Dönum, þrýsti á svör frá IHF vegna skipulagningu mótsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert