Háspennu jafntefli í Safamýri

Gunnar Þórsson og Elvar Ásgeirsson eru í fjórða sætinu með …
Gunnar Þórsson og Elvar Ásgeirsson eru í fjórða sætinu með liði Aftureldingar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fram og Afturelding gerðu 32:32 jafntefli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, í æsispennandi leik.

Fram er með 21 stig í 8. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og getur endað hvar sem er frá sjötta til níunda sætis. Afturelding er með 30 stig og endar í 4. sæti deildarinnar.

Sóknarleikurinn réð ríkjum í fyrri hálfleik og enduðu töluvert fleiri sóknir með marki en ekki. Munurinn varð aldrei meiri en tvö mörk, sem var forskot sem bæði lið höfðu í hálfleiknum. Afturelding var skrefinu á undan fyrri part hálfleiksins, en Framarar seinni part hálfleiksins.

Staðan í hálfleik var 17:16 og var ljóst að báðir þjálfarar þyrftu að skerpa á varnarleiknum og markvörðum. Sama saga var í seinni hálfleik. Lítið var um markvörslur og varnarleik í hröðum og skemmtilegum leik.

Framarar voru skrefinu á undan frá byrjun í seinni hálfleik og var staðan 27:22, þeim í vil þegar korter var eftir. Leikmenn Aftureldingar gáfust ekki upp og var munurinn aðeins tvö mörk þegar átta mínútur voru til leiksloka, 30:28.

Eftir það varð leikurinn ansi spennandi. Framarar héldu forskotinu, þangað til tíu sekúndur voru til leiksloka. Þá skoraði Ernir Hrafn Arnarson, eftir að Bjartur Guðmundsson fékk að líta rautt spjald fyrir að tefja leikinn. Samkvæmt reglunum á að dæma víti á slíkt og skoraði Ernir af öryggi úr vítinu. 

Fram 32:32 Afturelding opna loka
60. mín. Fram tekur leikhlé Jahérna hér. Framarar taka leikhlé, 30 sekúndur eftir og þeir með boltann. Fram er svo gott sem búið að tryggja sér sætið sitt í deildinni að ári með sigri, svo þetta eru mikilvægar 30 sekúndur framundan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert