Alfreð án mikilvægs leikmanns

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Ljósmynd/eurohandball.com

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Kiel, varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að þýski landsliðsmaðurinn Steffen Weinhold er meiddur og getur ekki tekið þátt í stórleiknum við Rhein-Neckar Löwen í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld.

Áður var ljóst að fyrirliði Kiel, Króatinn Domagoj Duvnjak, getur ekki tekið þátt í leiknum. Duvnjak verður ekkert meira með á keppnistímabilinu.

Kiel stendur höllum fæti í rimmunni eftir eins marks tap á heimavelli, 25:24, í síðustu viku. Kiel þarf að snúa við taflinu til þess að falla ekki úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar í fyrsta sinn í nokkur ár.

Vonir standa til þess að Alfreð geti teflt fram Dananum René Toft Hansen í leiknum í kvöld. Hann var fjarri góðu gamni í fyrri leiknum vegna meiðsla.

Ekki er annað vitað en að Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson séu klárir í slaginn með Löwen í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert