Stórveldið er mætt til leiks í Firðinum

Ágúst Birgisson skorar eitt af mörkum sínum fyrir FH gegn …
Ágúst Birgisson skorar eitt af mörkum sínum fyrir FH gegn Haukum í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Hafnarfjörður hefur verið endalaus uppspretta af góðu handboltafólki í gegnum tíðina og viðureignir FH og Hauka eru nánast undantekningarlaust frábær skemmtun. Sú varð einnig raunin að Ásvöllum í gær, þegar FH steig risastórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sætum sigri 30:28.

FH dugir því jafntefli á heimavelli gegn Selfossi í lokaleik sínum, til að verða deildarmeistari og um leið að tryggja sér heimavallarétt alla úrslitakeppnina. FH er með lið sem verðskuldar að vera með níu fingur á bikarnum. Leikmenn berjast hver fyrir annan allan leikinn og það eru nokkrir spaðaásar í spilastokknum hjá þjálfaranum, Halldóri Jóhanni Sigfússyni. Einn slíkur er Ásbjörn Friðriksson, sem fór á kostum í fyrri hálfleik og skoraði mörk í öllum regnbogans litum. Eðlilega dró af kappanum í seinni hálfleik en þessi snjalli leikmaður er að koma til baka eftir meiðsli.

Sjá allt um magnaða umferð í Olís-deildinni í handbolta í gær í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert