Alfreð og hans menn unnu Barcelona

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Ljósmynd/THW Kiel

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel lögðu stórlið Barcelona að velli, 28:26, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik sem fram fór í Kiel í dag.

Marko Vujin átti stórleik með Kiel og skoraði 10 mörk í leiknum en Niclas Ekberg skoraði 6 og Patrick Wiencek 4. 

Hjá Barcelona skoraði Raúl Entrerríos flest mörk, 4 talsins, en mörkin dreifðust afar jafnt á leikmenn Katalóníuliðsins.

Síðari viðureign liðanna fer fram í Barcelona um næstu helgi.

París SG stendur vel að vígi eftir að hafa farið til Ungverjalands og sigrað þar Pick Szeged í dag, 30:27.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert