Lykilhlekk kippt út úr keðjunni

Steinunn Björnsdóttir tekur Ramune Pekarskyte föstum tökum í gær.
Steinunn Björnsdóttir tekur Ramune Pekarskyte föstum tökum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukakonur þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð gegn Fram til að komast í úrslitaeinvígið á Íslandsmóti kvenna í handbolta. Fram vann annan leik liðanna á Ásvöllum í gær. Aftur vannst leikurinn á einu marki, og aftur kom það mark úr smiðju Ragnheiðar Júlíusdóttur, en lokatölur urðu 20:19 eftir að Fram hafði verið yfir mestallan leikinn.

Að þessu sinni fengu Haukar hins vegar tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. Leikhlé og þrjátíu sekúndur dugðu liðinu aftur á móti ekki til að finna gott skotfæri, frekar en svo oft í leiknum. Það var í raun einkennandi fyrir leikinn að lokaskot Mariu Pereira skyldi fara í hendur hávarnar Framara um leið og leiktíminn rann út.

Það var fyrst og fremst frábær varnarleikur, með Steinunni Björnsdóttur í broddi fylkingar, sem tryggði Fram sigurinn. Framarar tóku stórskyttuna Ramune Pekarskyte úr umferð allan leikinn og Haukum gekk að þessu sinni illa að nýta sér plássið sem óhjákvæmilega myndast við það. Hvað eftir annað enduðu langar sóknir Hauka með of erfiðu skoti. Ramune er auðvitað lykilhlekkur og lét til sín taka í þau fáu skipti sem hún losnaði úr gíslingu, eins og þegar Fram fékk sínar brottvísanir, en annars var of mikil ábyrgð á herðum Mariu Pereira sem stóð ekki undir því hlutverki.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert